Jafn­réttis- og mann­rétt­inda­stefna

Kjarninn í stefnunni er að skapa sveigjanlegt og jákvætt starfsumhverfi þar sem virðing og jöfn tækifæri eru höfð í hávegum.

Stefna Hörpu er að virða mannréttindi og jafnrétti í allri starfsemi sinni. Félagið leggur höfuðáherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem starfsfólk er með jafna stöðu og fær jöfn tækifæri til starfsframa, launa og vinnuréttinda án tillits til þjóðernis, stéttar, hjúskaparstöðu, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs- eða stjórnmálaskoðana, kyns, kynhneigðar, aldurs, fötlunar, atgervis eða efnahags.

Stefna Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf. er að virða mannréttindi og jafnrétti í allri starfsemi sinni. Félagið leggur höfuðáherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem starfsfólk er með jafna stöðu og fær jöfn tækifæri til starfsframa og launa án tillits til þjóðernis, stéttar, hjúskaparstöðu, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs- eða stjórnmálaskoðana, kyns, kynhneigðar, aldurs, fötlunar, atgervis eða efnahags. Kjarninn í stefnunni er að skapa sveigjanlegt og jákvætt starfsumhverfi þar sem virðing og jöfn tækifæri eru höfð í hávegum.

Stefnan er skuldbinding Hörpu til að vinna markvisst að umbótum í jafnréttis- og mannréttindamálum, þar sem fylgt er eftir lögum og reglum um jafna stöðu og tækifæri starfsfólks. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 og lögum nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði. Lög um mannréttindasáttmála Evrópu nr.62/1994 og mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands eru einnig lögð til grundvallar í jafnréttis- og mannréttindastefnu Hörpu.

Harpa líður hvorki barnaþrælkun né nauðungarvinnu og virðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hvað réttindi barna og ungmenna varðar. Félagið fer að lögum og reglum hvað þetta varðar í allri starfsemi sinni og gerir viðlíka kröfur til samstarfsaðila og byrgja. Harpa leggur sig fram við að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi og framkvæmir reglubundið áhættumat til að stuðla að sem bestri heilsu, öryggi og forvörnum á vinnustaðnum.

Markmiðið með stefnunni er að stuðla að jafnrétti þar sem kynja- og jafnréttissjónarmið eru samofin starfsemi félagsins. Harpa hefur valið fjögur Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í starfsemi sinni og er þar meðal annars lögð áhersla á heilsu og vellíðan starfsfólks jafnrétti kynja og þjónustu við gesti.

1. Launajafnrétti

Órjúfanlegur hluti jafnréttis- og mannréttindastefnunnar er skuldbinding Hörpu um að launasetning sé í samræmi við kröfur jafnlaunavottunar. Kynbundinn launamunur mun ekki líðast hjá Hörpu. Starfsfólki sem sinnir jafn verðmætum störfum skulu greidd sömu laun og hlunnindi. Harpa hefur öðlast jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum IST 85:2012 og skuldbindur félagið sig til að bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti, komi slíkur munur upp. Harpa skuldbindur sig einnig til að fylgja viðeigandi lögum og reglum sem í gildi eru hverju sinni og tengjast launajafnrétti.

Það er stefna Hörpu að launaákvarðanir séu byggðar á málefnalegum forsendum og tryggt sé að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf. Til grundvallar launaákvörðunum liggja kjarasamningar, flokkun starfa og starfslýsingar. Laun taka mið af eðli verkefna, ábyrgð, menntun og starfsreynslu sem krafist er auk frammistöðu í starfi (t.d. frumkvæði og samskiptahæfni). Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar í samráði næsta yfirmann, fjármálastjóra og mannauðsstjóra.

2. Ráðningar

Laus störf hjá Hörpu standa opin öllum sem uppfylla hæfnisskilyrði. Jafnréttis- og mannréttindasjónarmið eru höfð að leiðarljósi við önnur þegar ráðið er í stöður hjá Hörpu og í atvinnuauglýsingum eru öll sem uppfylla hæfnisskilyrði eru hvött til að sækja um laus störf.

3. Starfsþjálfun og endurmenntun

Starfsfólk er hvatt til að viðhalda og efla þekkingu sína í starfi og gefst kost á að sækja endurmenntun og námskeið á vinnutíma, þar sem því verður viðkomið. Allt starfsfólk hefur jafna möguleika á endurmenntun, símenntun og þróun í starfi. Við úthlutun verkefna og skipan í verkefnahópa er leitast við að tryggja að öll hafi tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

4. Starfsandi og líðan á vinnustað

Starfsfólk Hörpu hefur gert með sér samskiptasáttmála, þar sem virðing, fagmennska og jafnræði eru höfð að leiðarljósi. Harpa gerir reglulega vinnustaðagreiningar þar sem starfsfólk er beðið um að lýsa skoðun sinni á málefnum sem snúa að vinnustaðnum og líðan þeirra þar. Eins tekur Harpa þátt í könnun VR um Fyrirtæki ársins og fær þar samanburð við aðra vinnustaði á viðhorfi starfsfólks. Lögð er áhersla á andlegt og líkamlegt öryggi starfsfólks og er áhættumat framkvæmt því stuðnings og brugðist við þar sem þurfa þykir.

5. Samræming vinnu og einkalífs

Harpa leitast eftir fremsta megni við að byggja upp fjölskylduvænan og sveigjanlegan vinnustað sem auðveldar starfsfólki að samræma vinnu og einkalíf. Því til stuðnings hefur Harpa mótað fjarvinnustefnu sem starfsfólk er hvatt til að nýta sér eins og starfið gefur svigrúm til. Foreldrar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn til fæðingarorlofs.

6. EKKO (einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni, ofbeldi)

Harpa leggur áherslu á öryggi og vellíðan á vinnustað og fylgir settum áætlunum til að tryggja að starfsfólk verði ekki fyrir einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni eða öðru ofbeldi. Harpa fer reglulega með starfsfólki sínu yfir stefnu félagsins gegn einelti og meiðandi samskiptum og þá ferla og aðgerðaráætlun sem liggja þar undir.

7. Mannréttindi, barnaþrælkun og nauðungarvinna

Harpa leggur mikla áherslu á að mannréttindi séu virt hvort tveggja í störfum innan Hörpu en ekki síður í afleiddum störfum. Harpa gerir því sömu kröfur til samstarfsaðila og byrgja um að farið sé að settum lögum og reglum.

Þróun og eftirfylgni jafnréttis- og mannréttindastefnu Hörpu

Harpa skal leita leiða til að tvinna jafnrétti og mannréttindi við starfsemi félagsins og stuðla að inngildingu alls staðar þar sem því verður við komið. Harpa innleiðir UFS mælikvarða í starfsemina og mælir reglulega fylgni við stefnuna.

Aðgerðaáætlun fylgir jafnréttis- og mannréttindastefnu Hörpu sem samþykkt var af stjórn félagsins þann 29. mars 2023.